IceProtein® og rannsóknir tengdar heilsu
IceProtein® og þyngdarstjórnun
Rannsóknir hafa sýnt að fiskprótín sem meðhöndlað hefur verið með vatni og ensímum örvar mettunarferli líkamans sem stuðlar að minni matarlyst1,2. IceProtein® er fiskprótín sem er framleitt samkvæmt IceProtein® tækni sem byggir á vatnsrofstækni þar sem fiskprótínin eru meðhöndluð með vatni og ensímum.
IceProtein® og blóðþrýstingur
Niðurstöður rannsókna í dýratilraunum benda til að vatnsrofin þorskprótín hafi mildandi áhrif á blóðþrýsting3 . Fyrir utan að innihalda vatnsrofin þorskprótín þá inniheldur IceProtein® náttúrulega hátt hlutfall af amínósýrunni arginín sem gegnir mikilvægu hlutverki í lækkun á blóðþrýstingi. Rannsóknir á IceProtein® hafa bent til mildandi áhrifa á blóðþrýsting í svokölluðu ACE prófi.
IceProtein® og bólgusjúkdómar
Rannsókn frá árinu 20134 leiddi í ljós að þorskprótín geta hjálpað til við að vinna á bólguferlum í vöðvum vegna álags þar sem þau innihalda tiltölulega mikið af amínósýrunum arginíni, glýsíni og táríni. IceProtein® er þorskprótín og inniheldur því náttúrulega hátt hlutfall af þessum amínósýrum.
IceProtein® og blóðsykur
Vatnsrofin þorskprótín eru sögð hafa mildandi áhrif á blóðsykur eftir máltíð og geta aukið insúlín-næmi hjá einstaklingum sem þjást af stöðugt háum blóðsykri5 . Rannsóknir hafa einnig sýnt að fiskprótín, m.a. þorskprótín, auka glúkósaþol (glucose tolerance)6 . IceProtein® er vatnsrofið þorskprótín. Rannsóknir hafa einnig sýnt að neysla á prótíni fyrir kolvetnaríka máltíð geti leitt til lægra magns af glúkósa og insúlíni í blóði en ella í offitusjúklingum sem einnig þjást af sykursýki af tegund 27 .
IceProtein® og oxunarálag
Fjöldi rannsókna, m.a. rannsóknir sem rannsóknateymi Iceproteins ehf. hefur tekið þátt í, hefur sýnt fram á andoxandi áhrif vatnsrofinna þorskprótína8 . Rannsóknir á IceProtein® hafa sýnt fram á mikla andoxandi virkni í frumulíkönum.