Protis.is
Protis Liðir

Protis Liðir Verndar liði, bein og brjósk

Verndar liði , bein og brjósk. Unnið úr kollagen-ríkum skrápi sæbjúgna með viðbættu vatnsrofnu þorskprótíni fyrir viðhald vöðva og túrmeriki fyrir bólgueyðandi áhrif. Inniheldur einnig mangan og nauðsynleg vítamín fyrir heilbrigð bein, brjósk og liðvökva.

Notkun :
2-3 hylki með mat, tvisvar á dag.

Protis Kollagen

Protis Kollagen Fyrir húð hár og neglur

Einstök blanda af hágæða innihaldsefnum sem styðja við styrkingu á húð, hári og nöglum. Protis® Kollagen er framleitt úr íslensku fiskroði og inniheldur einstakt innihaldsefni - SeaCol® sem er blanda af vatnsrofnu kollagen úr íslensku fiskroði og vatnsrofnu þorskprótíni úr íslenskum þorski. SeaCol ® tekur þátt í að styrkja vefi líkamans og viðhalda teygjanleika. Einnig eru sér valin blanda af vítamínum og steinefnum sem öll styðja við styrkingu á húð, hári og nöglum.

Notkun:
3 hylki tekin inn með mat á dag.

Fæst í flestum matvöruverslunum, apótekum og Heilsuhúsinu.

Úthald

Úthald Fiskprótínblanda með C-vítamíni

Hentar vel fyrir allskyns líkamsrækt sem reynir á úthald vöðva. Varan er ætluð þeim sem stunda hreyfingu og á að gefa þeim aukið úthald og minnka þreytu í vöðvum meðan á líkamlegri áreynslu stendur. Inniheldur einungis tvö virkefni sem eru sérvalin með aukið úthald vöðva á náttúrulegan hátt að leiðarljósi; IceProtein® og C-vítamín.
Einfalt til inntöku, 4 hylki með vatni strax fyrir æfingu.

Endurheimt

Endurheimt Magnesíumrík fiskprótínblanda með C-vítamíni

Varan er ætluð þeim sem stunda hreyfingu og á að auðvelda endurheimt eftir líkamlega áreynslu og draga úr þreytu í vöðvum.
Hentar vel fyrir allskyns líkamsrækt sem reynir á úthald vöðva. Inniheldur einungis þrjú virkefni sem eru öll sérvalin með endurheimt vöðva á náttúrulegan hátt að leiðarljósi; IceProtein®, náttúrulegt magnesíum sem er unnið úr hafinu og C-vítamín.
Einfalt til inntöku, 4 hylki með vatni strax eftir æfingu.

Protis - Tæknin

IceProtein® tæknin

Fiskprótínið er framleitt samkvæmt IceProtein® tækni sem byggir á vatnsrofstækni þar sem fiskprótínin eru meðhöndluð með vatni og ensímum og í framhaldinu síuð þannig að prótínið samanstendur einungis af smáum lífvirkum peptíðum.

Við framleiðslu á IceProtein® er einungis notað hágæða hráefni sem fellur til við vinnslu á þorski til manneldis, svokallaður afskurður. Allir framleiðsluferlar eru hannaðir með það að leiðarljósi að tryggja hámarks gæði.

IceProtein® og rannsóknir tengdar heilsu

IceProtein® og þyngdarstjórnun

Rannsóknir hafa sýnt að fiskprótín sem meðhöndlað hefur verið með vatni og ensímum örvar mettunarferli líkamans sem stuðlar að minni matarlyst1,2. IceProtein® er fiskprótín sem er framleitt samkvæmt IceProtein® tækni sem byggir á vatnsrofstækni þar sem fiskprótínin eru meðhöndluð með vatni og ensímum.

IceProtein® og blóðþrýstingur

Niðurstöður rannsókna í dýratilraunum benda til að vatnsrofin þorskprótín hafi mildandi áhrif á blóðþrýsting3 . Fyrir utan að innihalda vatnsrofin þorskprótín þá inniheldur IceProtein® náttúrulega hátt hlutfall af amínósýrunni arginín sem gegnir mikilvægu hlutverki í lækkun á blóðþrýstingi. Rannsóknir á IceProtein® hafa bent til mildandi áhrifa á blóðþrýsting í svokölluðu ACE prófi.

IceProtein® og bólgusjúkdómar

Rannsókn frá árinu 20134 leiddi í ljós að þorskprótín geta hjálpað til við að vinna á bólguferlum í vöðvum vegna álags þar sem þau innihalda tiltölulega mikið af amínósýrunum arginíni, glýsíni og táríni. IceProtein® er þorskprótín og inniheldur því náttúrulega hátt hlutfall af þessum amínósýrum.

IceProtein® og blóðsykur

Vatnsrofin þorskprótín eru sögð hafa mildandi áhrif á blóðsykur eftir máltíð og geta aukið insúlín-næmi hjá einstaklingum sem þjást af stöðugt háum blóðsykri5 . Rannsóknir hafa einnig sýnt að fiskprótín, m.a. þorskprótín, auka glúkósaþol (glucose tolerance)6 . IceProtein® er vatnsrofið þorskprótín. Rannsóknir hafa einnig sýnt að neysla á prótíni fyrir kolvetnaríka máltíð geti leitt til lægra magns af glúkósa og insúlíni í blóði en ella í offitusjúklingum sem einnig þjást af sykursýki af tegund 27 .

IceProtein® og oxunarálag

Fjöldi rannsókna, m.a. rannsóknir sem rannsóknateymi Iceproteins ehf. hefur tekið þátt í, hefur sýnt fram á andoxandi áhrif vatnsrofinna þorskprótína8 . Rannsóknir á IceProtein® hafa sýnt fram á mikla andoxandi virkni í frumulíkönum.

Protis.is - Framleiðsla

Framleiðslan

Protis ehf. framleiðir fiskprótín samkvæmt IceProtein® tækni sem byggir á vatnsrofstækni þar sem fiskprótínin eru meðhöndluð með vatni og ensímum og í framhaldinu síuð þannig að prótínið samanstendur einungis af smáum, lífvirkum peptíðum. Við framleiðsluna er einungis notað hágæða hráefni sem fellur til við vinnslu á þorski til manneldis, svokallaður afskurður. Allir framleiðsluferlar eru hannaðir með það að leiðarljósi að tryggja hámarksgæði vörunnar.

Protis ehf. er íslenskt líftæknifyrirtæki sem sérhæfir sig í þróun, framleiðslu og sölu á lífvirku fiskprótíni úr villtum íslenskum þorski (Gadus morhua), svo kölluðu IceProtein® og afurðum sem innihalda IceProtein®.

Hlutverk fyrirtækisins er að skapa verðmæti með því að þróa og markaðssetja heilsuvörur úr íslensku hráefni, sem aflað og unnið er á sjálfbæran hátt, fyrir viðskiptavini sem að leita eftir hágæða náttúrulegum vörum.

Protis ehf. er í eigu útgerðarfyrirtækisins FISK Seafood hf. sem gerir út 4 ferskfisk-togara ásamt því að vera með 2 landvinnslur, eina í Grundarfirði og aðra á Sauðárkróki. Framleiðsluaðstaða Protis er í sömu byggingu og landvinnsla FISK Seafood á Sauðárkróki og er Protis því í einstakri aðstöðu til að vinna hágæða prótín úr fyrsta flokks hráefni sem hefur verið meðhöndlað með undirkælingu allt frá veiðum að vinnslu.

Protis.is - Framleiðsla
  1. Cudennec et al., 2012. Journal of Functional Food, Vol. 4, p. 271-277.
  2. Nobile et al., 2016. Food &Nutrition Research, Vol, p. 29857-29866.
  3. Jensen et al. 2014. Nutrition Research, Vol. 34, p. 168-173.
  4. Dort et al., 2013. Plos One, Vol. 8, p. 1-14.
  5. www.nutripeptin.no
  6. Tastesen et al., 2014. Plos One, 9(11).
  7. Shukla et al., 2015. Diabetes Care, Vol 38, p. e98-e99.
  8. Halldórsdóttir et al., 2014. Journal of Functional Foods, Vol. 9, p. 10-17.