Innköllun á Prótís Liðir

10.6.2020

Innköllun á Prótís Liðir

Prótís hefur ákveðið að innkalla vöruna Prótís Liðir 120 og Prótís Liðir 240 með lotunr: LB-1620, strikamerki: 569 41100616 07 og 569 4110 061690. Varan er merkt best fyrir dagsetningum: 30.4.2023, 12.5.2023, 13.5.2023 og 14.5.2023.

Innköllunin er gerð vegna annmarka við innflutning á sæbjúgnadufti, sem er eitt af megin innihaldsefnum vörunnar. Tekið skal fram að ekki er ástæða til að ætla að innihaldsefnið sé heilsuspillandi, en innflutningur á þessu efni braut í bága við lög nr. 93/1995 um matvæli þar sem evrópskt heilbrigðisvottorð skorti.

Birgjar sem eiga umrædda vöru á lager eru beðnir að endursenda þær birgðir til Parlogis, Skútuvogi 3, 104 Reykjavík, en viðskiptavinir sem hafa keypt vöruna er bent á að farga henni eða skila til þeirrar verslunar þar sem hún var keypt, gegn endurgreiðslu.


Nánari upplýsingar veitir Stella Björg Kristinsdóttir hjá Prótís í síma 825-4642 eða stella.kristinsdottir@ks.is.