Tímabundið breyttar umbúðir á Protis Kollagen 90

14.10.2020

Tilkynning til viðskiptavina og dreifingaraðila

Sökum Covid19 hefur afhendingartími á umbúðum erlendis frá tafist verulega. Við munum því tímabundið afgreiða fæðubótarefnið Protis Kollagen 90, í bláum glösum með silfur lituðu loki, en ekki í fjólubláum glösum með gull lituðu loki – sjá mynd að neðan. Miðinn á glasinu er óbreyttur frá því sem áður var og ætti því að gera glasið auðþekkjanlegt.

Það er ekki ólíklegt að þetta geti valdið ruglingi í einhverjum tilfellum, en við biðlum til drefingaraðila að koma þessum skilaboðum áleiðis þar sem því verður við komið.

Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta tímabilsástand kann að valda.

Fyrirspurnir og nánari upplýsingar beinast vinsamlegast til Protis (protis@protis.is  eða í síma: 455 4642).