Protis Liðir

Protis Liðir Verndar liði, bein og brjósk

Verndar liði , bein og brjósk. Unnið úr kollagen-ríkum skrápi sæbjúgna með viðbættu vatnsrofnu þorskprótíni fyrir viðhald vöðva og túrmeriki fyrir bólgueyðandi áhrif. Inniheldur einnig mangan og nauðsynleg vítamín fyrir heilbrigð bein, brjósk og liðvökva.

Notkun :
2-3 hylki með mat, tvisvar á dag.

Protis Liðir

PROTIS LIÐIR inniheldur Cucumaria frondosa extrakt sem unnið er úr skráp villtra sæbjúgna sem veidd eru í hafinu við Ísland. Skrápurinn er að mestu leyti úr brjóski og er því mjög ríkur af kollageni en einnig lífvirka efninu chondroitin sulphate. Kollagenið í Cucumaria frondosa extrakti er talið heilsusamlegra en annað kollagen þar sem það inniheldur hærra hlutfall af mikilvægum amínósýrum, þá sérstaklega tryptophan. Þar að auki er skrápurinn mjög næringarríkur og inniheldur hátt hlutfall af sínki, joði og járni. Sæbjúgu eru oft kölluð Ginseng hafsins vegna þess að þau innihalda lífvirka efnið sapónín. Túrmerik er ákaflega ríkt af jurtanæringarefninu curcumin.

Þorskprótínið í Protis LIÐIR er unnið samkvæmt IceProtein® tækni
sem byggir á vatnsrofstækni þar sem prótínin eru meðhöndluð með vatni
og ensímum og í framhaldi síuð þannig að prótínið samanstendur einungis
af smáum, lífvirkum peptíðum. Fiskprótín sem hafa verið meðhöndluð með vatni og ensímum eru talin auðvelda upptöku á steinefnum eins og kalki
sem eru nauðsynleg til að viðhalda stoðkerfi líkamans.

Protis LIÐIR er með viðbættu C-vítamíni sem hvetur eðlilega myndun kollagens í brjóski, D-vítamíni sem er mikilvægt fyrir heilbrigði beina þar sem það stuðlar að frásogi kalks úr meltingarvegi og mangani sem er nauðsynlegt við myndun á brjóski og liðvökva.

IceProtein® tæknin

Fiskprótínið er unnið samkvæmt IceProtein® tækni sem byggir á vatnsrofstækni þar sem prótínin eru meðhöndluð með vatni og ensímum sem klippa prótínin niður í smærri einingar, svokölluð peptíð. Í framhaldinu eru peptíðin sett í gegnum síu sem hleypir einungis smæstu peptíðunum í gegn þannig að prótínið samanstendur einungis af smáum.

  • Protis  Liðir
  • Protis  Liðir
  • Protis  Liðir
Protis Kollagen

Protis Kollagen Fyrir húð hár og neglur

Einstök blanda af hágæða innihaldsefnum sem styðja við styrkingu á húð, hári og nöglum. Protis® Kollagen er framleitt úr íslensku fiskroði og inniheldur einstakt innihaldsefni - SeaCol® sem er blanda af vatnsrofnu kollagen úr íslensku fiskroði og vatnsrofnu þorskprótíni úr íslenskum þorski. SeaCol ® tekur þátt í að styrkja vefi líkamans og viðhalda teygjanleika. Einnig eru sér valin blanda af vítamínum og steinefnum sem öll styðja við styrkingu á húð, hári og nöglum.

Notkun:
3 hylki tekin inn með mat á dag.

Fæst í flestum matvöruverslunum, apótekum og Heilsuhúsinu.

Úthald

Úthald Fiskprótínblanda með C-vítamíni

Hentar vel fyrir allskyns líkamsrækt sem reynir á úthald vöðva. Varan er ætluð þeim sem stunda hreyfingu og á að gefa þeim aukið úthald og minnka þreytu í vöðvum meðan á líkamlegri áreynslu stendur. Inniheldur einungis tvö virkefni sem eru sérvalin með aukið úthald vöðva á náttúrulegan hátt að leiðarljósi; IceProtein® og C-vítamín.
Einfalt til inntöku, 4 hylki með vatni strax fyrir æfingu.

Endurheimt

Endurheimt Magnesíumrík fiskprótínblanda með C-vítamíni

Varan er ætluð þeim sem stunda hreyfingu og á að auðvelda endurheimt eftir líkamlega áreynslu og draga úr þreytu í vöðvum.
Hentar vel fyrir allskyns líkamsrækt sem reynir á úthald vöðva. Inniheldur einungis þrjú virkefni sem eru öll sérvalin með endurheimt vöðva á náttúrulegan hátt að leiðarljósi; IceProtein®, náttúrulegt magnesíum sem er unnið úr hafinu og C-vítamín.
Einfalt til inntöku, 4 hylki með vatni strax eftir æfingu.