Protis Kollagen

Protis Kollagen Fyrir húð hár og neglur

Einstök blanda af hágæða innihaldsefnum sem styðja við styrkingu á húð, hári og nöglum. Protis® Kollagen er framleitt úr íslensku fiskroði og inniheldur einstakt innihaldsefni - SeaCol® sem er blanda af vatnsrofnu kollagen úr íslensku fiskroði og vatnsrofnu þorskprótíni úr íslenskum þorski. SeaCol ® tekur þátt í að styrkja vefi líkamans og viðhalda teygjanleika. Einnig eru sér valin blanda af vítamínum og steinefnum sem öll styðja við styrkingu á húð, hári og nöglum.

Notkun:
3 hylki tekin inn með mat á dag.

Fæst í flestum matvöruverslunum, apótekum og Heilsuhúsinu.

Protis Liðir

Protis Liðir Verndar liði, bein og brjósk

Verndar liði , bein og brjósk. Unnið úr kollagen-ríkum skrápi sæbjúgna með viðbættu vatnsrofnu þorskprótíni fyrir viðhald vöðva og túrmeriki fyrir bólgueyðandi áhrif. Inniheldur einnig mangan og nauðsynleg vítamín fyrir heilbrigð bein, brjósk og liðvökva.

Notkun :
2-3 hylki með mat, tvisvar á dag.

Úthald

Úthald Fiskprótínblanda með C-vítamíni

Hentar vel fyrir allskyns líkamsrækt sem reynir á úthald vöðva. Varan er ætluð þeim sem stunda hreyfingu og á að gefa þeim aukið úthald og minnka þreytu í vöðvum meðan á líkamlegri áreynslu stendur. Inniheldur einungis tvö virkefni sem eru sérvalin með aukið úthald vöðva á náttúrulegan hátt að leiðarljósi; IceProtein® og C-vítamín.
Einfalt til inntöku, 4 hylki með vatni strax fyrir æfingu.

Endurheimt

Endurheimt Magnesíumrík fiskprótínblanda með C-vítamíni

Varan er ætluð þeim sem stunda hreyfingu og á að auðvelda endurheimt eftir líkamlega áreynslu og draga úr þreytu í vöðvum.
Hentar vel fyrir allskyns líkamsrækt sem reynir á úthald vöðva. Inniheldur einungis þrjú virkefni sem eru öll sérvalin með endurheimt vöðva á náttúrulegan hátt að leiðarljósi; IceProtein®, náttúrulegt magnesíum sem er unnið úr hafinu og C-vítamín.
Einfalt til inntöku, 4 hylki með vatni strax eftir æfingu.